Kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar 5.-20. september 2025

ágúst 19, 2025
Featured image for “Kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar 5.-20. september 2025”

Efnt verður til íbúakosninga um tillögu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar skv. 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5.-20. september nk.

Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna.

Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga:

  1. íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst.
  2. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar.

Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár

Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi:

Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir
5. september 10:00-14:00
8.-12. september kl. 12:00-14:00
15.-19. september kl. 12:00-14:00

Félagsheimilið Lindartunga – Lindartungukjördeild
18. september kl. 18:00-20:00

Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum – Kleppjárnsreykjakjördeild
18. september kl. 16:00-20:00

Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi – Þinghamarskjördeild
18. september kl. 16:00-20:00

Hjálmaklettur, Borgarnesi – allar kjördeildir
20. september kl. 10:00-18:00

Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september.

Nánari upplýsingar um kosningarnar og forsendur tillögunnar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is.


Share: