Njarðvíkingar sigruðu Borgnesinga naumlega í spennandi leik sem spilaður var í Borgarnesi í gærkvöldi. Skallagrímur átti frábæran fyrri hálfleik en í seinni hálfleik komust Njarðvíkingar inn í leikinn sem varð æsispennandi í lokin og lauk með stöðunni 87-84. Fyrstu tveir leikir mótsins gefa vonir um að framundan sé gott tímabil hjá leikmönnum og stuðningsliði sem fjölmennti í stúkuna og skemmti sér hið besta. Sjá nánar á www.skallagrimur.is