Þeirra á meðal var Kjartan Ragnarsson forstöðumaður Landnámsseturs í Borgarnesi sem hlaut riddarakross fyrir störf í þágu leiklistar og nýsköpun í miðlun menningararfs.
Kjartan, ásamt konu sinni Sigríði Margréti, hefur á undanförnum árum unnið að stofnun og starfrækslu Landnámsseturs í Borgarnesi og hafa sýningar þar vakið verulega athygli á landsvísu.
Þá er Kjartan einnig landsþekktur leikari og leikstjóri og er skemmst að minnast uppsetningar hans á „Guðdómlegum gleðileik um fæðingu Jesú Krists“ sem frumsýndur var í Borgarnesi milli jóla og nýárs.
Borgarbyggð óskar Kjartani til hamingju með þessa viðurkenningu.
Myndin af riddarakrossinum er tekin af heimasíðu Forseta Íslands