Kettlingur í óskilum

ágúst 25, 2009
Ómerktur kettlingur var handsamaður í Skallagrímsgarði í gær. Hann er bröndóttur með hvítar loppur og hvítur á bringu. Hann er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar. Frekari upplýsingar má fá í síma 433-7100 (Björg) eða 868-1926 (Sigurður).
 
Nokkuð hefur verið um það undanfarið að dýr eru í óskilum í vörslu eftirlitsmanna sveitarfélagsins og því hefur verið ákveðið að útbúa sérstaka síðu hér á heimasíðunni fyrir dýr í óskilum og verður hún auglýst sérstaklega þegar hún verður tilbúin.
 

Share: