Síðastliðinn sunnudag var tilkynnt um val íþróttamanns ársins hjá Ungmennafélagi Reykdæla. Karvel Lindberg Karvelsson frá Hýrumel var valinn íþróttamaður ársins. Karvel æfir sund, körfubolta og fótbolta. Í öðru sæti í kjörinu var Helgi Guðjónsson og Hjörtur Bjarnason í því þriðja.
Uppskeruhátíð Ungmennafélags Reykdæla var haldin í Logalandi og er það í fyrsta skipti sem félagið heldur slíka hátíð.