Þó að fátt minni á haustið í blíðunni hér í Borgarfirði eru einhverjir farnir að huga að kartöfluuppskerunni. Meðfylgjandi mynd er af uppskerunni í Hvannatúni, en fyrsta útsæðið þar fór í mold 30. apríl. Þrátt fyrir útsæðið hafi verið undir plasti þá var maímánuður erfiður, þar sem grösin frusu reglulega á næturnar. Það virðist ekki hafa komið að sök og nú gleðja dýrindis kartöflur heimilisfólkið á hverjum degi og hafa gert um nokkurt skeið.