Karfan á fullri ferð!

október 14, 2009
Meistaraflokkar eru nú að leika sína fyrstu leiki í körfu og Skallagrímur er þegar búinn að mæta Haukum á útivelli. Leikurinn fór fram um síðustu helgi og Skallagrímur tapaði naumlega fyrir Haukum en þeim er spáð efsta sæti í deildinni. Næsta föstudagskvöld 16. okt. verður fyrsti heimaleikur hjá strákunum en þá mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn. Meistaraflokkur kvenna byrjar á útileik við Grindavík -b á sunnudaginn. Þær spila svo sinn fyrsta heimaleik föstudaginn 23. október á móti Fjölni en Fjölnir lék í úrvalsdeild á síðasta tímabili. Umf. Reykdæla skráði meistaraflokk sinn í 2. deild og hafa þeir þegar leikið einn heimaleik sem þeir reyndar töpuðu. Það verður gaman að fylgjast með þeim og öðrum sem spreyta sig á mótum vetrarins. Nú er um að gera að styðja vel við bakið á okkar fólki og mæta í stúkuna að hvetja liðin. Góð mæting er á allar íþróttaæfingar sem í boði eru hjá félögum og deildum í sveitarfélaginu það sem af er.
Næstu leiki meistaraflokks má sjá hér.
 
 

Share: