Kaffileikhús í Logalandi

mars 16, 2007
Um síðastliðna helgi opnaði Ungmennafélag Reykdæla kaffileikhús sitt í Logalandi. Á dagskrá eru tveir einþáttungar, ,,Flugfreyjuþáttur” og ,,Er það ég” eftir Kristínu Gestsdóttur, nokkur sönglög úr smiðju Magnúsar Eiríkssonar og rúsínan í pylsuendanum er svo leikritið ,,Nú fljúga hvítu englarnir” eftir Örnólf Guðmundsson ráðsmann í Reykholti.
 
Leikritið segir frá fullorðnum sveitapresti, nokkuð ölkærum, og samskiptum hans við sóknarbörn sín, heimilisfólk og hið kirkjulega yfirvald. Þetta er frumflutningur á verkinu. Alls taka rúmlega 20 manns þátt í sýningunni, leikarar, söngvarar, tónlistarmenn og tæknifólk. Leikstjóri er Steinunn Garðarsdóttir á Grímsstöðum. Næstu sýningar eru föstudaginn 16. mars og laugardaginn 17. mars næstkomandi.
 
Sýningar hefjast kl. 21:00 og miðapantanir eru í síma 846 5152
 
Ljósmynd: Björn Húnbogi Sveinsson
 

Share: