Fjölmenni mætti á Jónsmessugleði sem haldin var í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi í gærkvöldi, þriðjudaginn 24. júní. Opið var til miðnættis í tilefni Jónsmessunnar og boðið var upp á brasilíka karneval stemningu á
sundlaugarbakkanum. Sundlaugargestir tóku fullan þátt í gleðinni með því m.a. að mæta í skrautlegum sund- og strandfötum til að skapa rétta andrúmsloftið.
Brazilíski tónlistarmaðurinn Ife Tolentino ásamt hljómsveit sá um frábæra jazz, samba og bossanova tónlist á svæðinu. Veitt voru verðlaun fyrir frumleg sundföt. Starfsmenn vinnuskólans bæru fram veitingar í boði Ölgerðarinnar og Bónus. Um 600 gestir komu í sund þennan dag og helgina á undan voru gestir um 2000 þannig að svæðið er vinsælt í blíðvirði síðustu daga og vikna.
Látum myndir eftir Indriða Jósafatsson af Jónsmessugleði tala sínu máli, en næsta víst er að boðið verður upp á Jónsmessugleði í sundlauginni að ári, enda skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni sundlaugarmenningu.