Jólin kvödd með þrettándagleði og flugeldasýningu

janúar 9, 2024
Featured image for “Jólin kvödd með þrettándagleði og flugeldasýningu”

Ljósm: Gunnhildur Lind photography

 

Jól­in voru kvödd á þrett­ándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar.

Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.  Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 stig í kjörinu.

Þrettándagleðin fór fram í Englendingavík. Þar stýrði Jónína Erna hópsöng með kirkjukór Borgarneskirkju & Englendingavík og Geirabakarí buðu gestum heitt súkkulaði og smákökur.

Glæsileg flugeldasýning var í boði Borgarbyggðar þar sem Björgunarsveitin Brák og Björgunarsveitin Heiðar sáu um framkvæmdina líkt og fyrri ár. Sýningunni var vel fagnað af áhorfendum.

Borgarbyggð óskar Bjarka og öllum þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingju og vill að lokum koma á framfæri þökkum til Björgunarsveitar Brákar og Björgunarsveitar Heiðars, Kirkjukórs Borgarneskirkju, Englendingavík og Geirabakarí fyrir þeirra þátttöku í þrettándagleðinni.

 


Share: