Jólaútvarp Óðals 20 ára

desember 6, 2012
Árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals og N.F.G.B. verður sent út frá Óðali 10. – 17. desember frá kl. 10.00 – 23.00 alla daga. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en eftir hádegisfréttir og viðtal verða unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu. Undirbúningur að handritagerð fór fram í skólanum en jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskutímunum síðastliðin ár.
Í ár er jólaútvarp Óðals 20 ára. Í tilefni tímamótanna ætlum við að senda út á laugardegi og sunnudegi líka en þá koma margir góðir gestir í heimsókn sem tekið hafa þátt í útsendingum jólaútvarpsins í gegnum tíðina. Ef einhverjir eldri útvarpsmenn Óðals hafa áhuga á að vera með í ár þá er þeim bent á láta Sissa vita af sér. Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár þátturinn „Bæjarmálin í beinni” föstudaginn 14. des. kl. 13.00.
Von er á góðum gestum í fréttastofu þar sem málin verða rædd. Gestir verða úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningargeiranum sveitarstjórn.
Náist ekki útsending í útvarpi er hægt er að hlusta á jólaútvarpið á netinu frá heimasíðu Grunnskólans www.grunnborg.is og www.borgarbyggd.is. Þannig eiga allir að geta hlustað, hér á landi sem erlendis.
Smellið hér til að sjá auglýsingu með dagskrá úvarpsins.
 

Share: