Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

desember 4, 2025
Featured image for “Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3”

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði.
Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu.
Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskukennslu og upplýsingatækni.

Við hvetjum öll til að stilla tækin, hlusta og koma sér í jólaskap.


Share: