Jólaskreytingar í Borgarnesi

nóvember 25, 2011
Nýverið tilkynnti Borgarbyggð að dregið yrði úr jólaskreytingum í Borgarnesi og ekki væri fyrirhugað að setja jólaskreytingar á staura líkt gert hefur verið undanfarin ár. Eigendur verslana og fyrirtækja í Borgarnesi höfðu í kjölfarið samband við sveitarfélagið og óskuðu eftir samstarfi um jólaskreytingar og að þeir væru tilbúinir til að koma með veglegum hætti að skreytingum í bænum í ár. Þetta framtak fyrirtækjanna sem og hagstæðari samningar við Rarik hafa gert það að verkum að skreytingar verða settar upp á ljósastaura í Borgarnesi og má reikna með að n.k. mánudag verði allt í fullum skrúða.
Borgarbyggð hvetur íbúa til að taka þátt í athöfn á Kveldúlfsvelli n.k. sunnudag kl. 17,00 þegar tendrað verður á jólatré Borgarbyggðar.
 
 

Share: