Jólamarkaður á Hvanneyri

desember 18, 2014
Nostalgískur jólamarkaður verður á Hvanneyri laugardaginn 20. desember kl. 13.00 -17.00. Það verður markaðsstemming í hlöðu Halldórsfjóssins þar sem seljendur bjóða uppá góðgæti til að smakka á staðnum eða taka með sér heim auk þess sem hægt verður að kaupa síðustu jólagjafirnar. Í Hvanneyrarkirkju verður skemmtileg dagskrá samhliða markaðinum þar sem boðið verður uppá söng, upplestur og séra Flóki mun segja börnunum frá jólasögunni.
Verið velkomin á Hvanneyri!
 

Share: