Leiðbeinendur í þolfimisalnum í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi bjóða upp á svokallað ,,Jólafjör“ þar næstkomandi laugardag, þann 15. desember kl. 10.00-12.00.
Tíminn byrjar kl: 10.00 í þolfimisalnum og endar kl 12.00 inn í stóra sal. Það verður hjólað, boxað og fleira. Með þessu fylgir eindregin áskorun frá skipuleggjendunum um að allir mæti í einhverju rauðu í stíl við tímasetninguna.