Fimmtudaginn 7. mars næstkomandi er von á góðum gestum í Borgarnes, Jacek Tosik-Warszawiak mun ásamt nemendum sínum flytja pólsk einleiksverk og fjórhent píanóverk.
Jacek er Borgfirðingum að góðu kunnur, hann bjó í Borgarnesi og kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar á árunum 1992-2001. Hann starfar nú við tónlistarkennslu og tónleikahald í Póllandi og víðar.
Á tónleikunum mun Hanna Ágústa Olgeirsdóttir einnig syngja nokkur íslensk lög, en hún stundar söngnám í Leipzig í Þýskalandi.
Jacek er ásamt nemendum sínum og samkennara í stuttri viðdvöl lá landinu og munu þau flytja og kynna pólska tónlist í ýmsum tónlistarskólum á suðvesturhorninu.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis, en gestum er velkomið að leggja til frjáls framlög.