Íþróttir og tómstundir fyrir þig

maí 8, 2002

Bás Borgarbyggðar á sýningunniHelgina 4. – 5. maí sl. var í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ stærsta sýning á sviði íþrótta og tómstunda, sem haldin hefur verið hér á landi. Fjölmargir aðilar, félög og sérsambönd sem vinna á vettvangi frítímans kynntu starfsemi sína.
Sýningin var opin öllum almenningi og komu þúsundir manna á sýningarsvæðið, enda var ókeypis aðgangur.
Jafnhliða var haldin ráðstefna um íþrótta- og tómstundastarf ásamt fyrirlestrum, fræðsluerindum og uppákomum af ýmsu tagi.

Samstarf var á milli Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi, Sundlaugarinnar á Varmalandi og Golfklúbbs Borgarness um kynningarbás á sýningunni og vakti hann verðskuldaða athygli fjölmargra gesta.
Meðal gesta sem heimsóttu kynningarbás okkar var forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson og heitkona hans.


Share: