Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi iðar af lífi á laugardagsmorgnum þegar um 60 börn koma saman með fjölskyldu sinni í íþróttaskólann. Helsta markmið hans er að börnin kynnist íþróttum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Börnin æfa grófhreyfingar, jafnvægi, styrk , úthald og líkamsvitund, læra hópleiki og að fylgja þeim reglum sem settar eru í þeim og styrkja með því félagsfærni barnanna. Auk þess á íþróttaskólinn að vera skemmtileg samverustund foreldra og barns. Íþróttaskólinn er byggður upp á námskeiðsformi og er haldinn 6 laugardaga fyrir áramót og 6 eftir áramót. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Örn Sigurðsson umsjónarmaður íþróttaskólans á sigurdur@menntaborg.is