Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi fagnar þessa dagana 30 ára starfsafmæli

október 1, 2008
Liðin eru 30 ár frá því að farið var að æfa og keppa í sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Einnig var byggt yfir núverandi innilaug, sem áður hafði verið útilaug um margra ára skeið og með því varð hún hluti af íþróttamiðstöðinni eins og við þekkjum hana nú.
Í sumar hefur veðrið leikið við gesti og var aðsóknarmet slegið alla þrjá sumarmánuðina miðað við sömu mánuði undanfarin ár. Fjölgun gesta hjá afmælisbarninu í sumar voru um 3.000 manns miðað við síðasta ár. Laugardaginn 4. október fagnar íþróttamiðstöðin afmæli sínu með því að bjóða gestum sínum upp á morgunverð á sundlaugarbakkanum milli kl. 9.00 og 11.00. Klukkan 15.00 verður kynning á þolfimi og dansi í sal íþróttamiðstöðvarinnar.
Kynningardagur tómstunda á Sauðamessu.
Aðilar sem sinna tómstundastarfi í sveitarfélaginu kynna svo starfsemi sína í tjaldi í Skallagrímsgarði milli kl. 14.00 og 17.00 í upplýsingabásum þar sem fjölmörg félög, deildir og kórar kynna tómstundastarf vetrarins.
 
 
Mynd: Indriði Jósafatsson

Share: