Liðin eru 30 ár frá því að farið var að æfa og keppa í sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Einnig var byggt yfir núverandi innilaug, sem áður hafði verið útilaug um margra ára skeið og með því varð hún hluti af íþróttamiðstöðinni eins og við þekkjum hana nú.Í sumar hefur veðrið leikið við gesti og var aðsóknarmet slegið alla þrjá sumarmánuðina miðað við sömu mánuði undanfarin ár. Fjölgun gesta hjá afmælisbarninu í sumar voru um 3.000 manns miðað við síðasta ár. Laugardaginn 4. október fagnar íþróttamiðstöðin afmæli sínu með því að bjóða gestum sínum upp á morgunverð á sundlaugarbakkanum milli kl. 9.00 og 11.00. Klukkan 15.00 verður kynning á þolfimi og dansi í sal íþróttamiðstöðvarinnar.
Kynningardagur tómstunda á Sauðamessu.
Aðilar sem sinna tómstundastarfi í sveitarfélaginu kynna svo starfsemi sína í tjaldi í Skallagrímsgarði milli kl. 14.00 og 17.00 í upplýsingabásum þar sem fjölmörg félög, deildir og kórar kynna tómstundastarf vetrarins.
Mynd: Indriði Jósafatsson