Um helginga fer fram íþróttamaraþon í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Það eru nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi sem ætla að æfa alls kyns íþróttir í heilan sólarhring og hefst maraþonið kl. 13,00 laugardaginn 02. júní og líkur kl. 13,00 sunnudaginn 03. júní.
Maraþonið er liður í söfnun nemendanna í ferðasjóð fyrir útskriftarferð sína sem verður næsta haust og munu þeir safna áheitum og vonast eftir góðum viðtökum.
Allir eru velkomnir í Íþróttamiðstöðina til að fylgjast með.