Íþróttamaður Borgarfjarðar 2007

febrúar 2, 2008
Á íþróttahátið UMSB í íþróttahúsinu í Borgarnesi í dag var meðal annars lýst kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2007 og þeim 10 efstu veitt viðurkenning.
Sigurður Þórarinsson körfuknattleiksmaður f. 1991- hlaut 51 stig og hreppti tiltilinn að þessu sinni. Í næstu sætum lentu þau:
2. Júlíana Jónsdóttir f. 1959 – Golf 33 stig.
3. Arnar Hrafn Snorrason f. 1992 – Frjálsar íþróttir 33 stig. Hafþór Freyr Snorrason bróðir Arnars tók við verðlaununum.
4. Hafþór Ingi Gunnarsson f. 1981 – Körfuknattleikur 32 stig.
5. Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir f. 1993 – Sund 29 stig.
6. Hugrún Eva Valdimarsdóttir f. 1990 – Körfuknattleikur.
7. Einar Þorvaldur Eyjólfsson f. 1975 – Knattspyrna.
8. Trausti Eiríksson f. 1991 – Knattspyrna.
9. Uchechukwu Michael Eze f. 1971 – Frjálsar íþróttir. Uchechukwu mætti ekki.
10. Jóhann Óli Eiðsson f. 1993 – Skák.
Einnig fékk Ingimundur Grétarsson viðurkenningu fyrir besta árangur í maraþoni.
Myndir: Guðmundur Sigurðsson

Share: