Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2006

janúar 18, 2007
Íþróttamaður ársins verður tilnefndur í fyrsta sinn í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi sunnudaginn 21. janúar n.k. í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi að loknum leik Skallagríms og KR í úrvalsdeildinni. Athöfnin hefst strax að leik loknum eða um kl. 20.30
Það er tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda að kjöri Íþróttamanns Borgarbyggðar, en það eru deildir og félög í Borgarbyggð sem tilnefna íþróttafólk til kjörs. Við sama tækifæri verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem skarað hafa fram úr á síðasta ári og veitt viðurkenning úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar, auk viðurkenninga frá Umf. Skallagrími.
 
Á meðfylgjandi mynd má sjá íþróttafólk framtíðarinnar virða fyrir sér bikarinn góða sem fylgir sæmdarheitinu Íþróttamaður Borgarbyggðar.
Ljósmynd: Indriði Jósafatsson.

Share: