Íþróttamaður Borgarbyggðar 2017

janúar 31, 2018
Featured image for “Íþróttamaður Borgarbyggðar 2017”

Kjöri Íþróttamanns Borgarfjarðar var lýst á laugardaginn 22. janúar s.l. við athöfn í félagsheimilinu Þinghamri, en Umf. Stafholtstungna tók að sér að halda hátíðina að þessu sinni. Í frétt á Facebook síðu UMSB segir að margt frábært íþróttafólk hafi verið tilnefnt að þessu sinni. Ekki þurfti þó að koma á óvart að fyrir valinu varð Máni Hilmarsson úr hestamannafélaginu Skugga, heimsmeistari unglinga í hestaíþróttum og knapi mótsins á HM íslenska hestsins frá því í sumar. Fimm efstu í kjörinu (eða fulltrúar þeirra sem ekki gátu verið viðstaddir): Fimmta sæti hlaut dansparið Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco. Fjórða sætið Bjarni Guðmann Jónsson körfuknattleiksmaður. Þriðja sætið hlaut Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuknattleikskona. Annað sætið Bjarki Pétursson golfari og fyrsta sætið Máni Hilmarsson hestamaður. Borgarbyggð óskar Mána og öðrum íþróttamönnum sem tilnefningu hlutu til hamingju. (mynd shb)


Share: