Íslandsmeistari og stúlknameistari

október 19, 2006
Borgfirðingar sópa að sér stórum titlum í huglægum íþróttum þessa dagana. Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót kvenna í tvímenningi í Brids þar sem Borgnesingurinn Dóra Axelsdóttir sigraði ásamt Esther Jakobsdóttur. Þær tóku forystuna í seinni hluta mótsins og sigruðu með miklum yfirburðum.
Á Skákþingi Íslands 15 ára og yngri helgina 7/8. október varð Tinna Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal efst stúlkna og ber nú titilinn Stúlknameistari Íslands í skák. Tinna varð í áttunda til tólfta sæti á mótinu með fimm og hálfan vinning af níu mögulegum.
Á Skákþingi Íslands 15 ára og yngri helgina 7/8. október varð Tinna Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal efst stúlkna og ber nú titilinn Stúlknameistari Íslands í skák. Tinna varð í áttunda til tólfta sæti á mótinu með fimm og hálfan vinning af níu mögulegum.
 

Share: