Í skugga valdsins.

desember 11, 2017
Featured image for “Í skugga valdsins.”

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 30. Nóvember sl. var lögð fram til kynningar samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóv. sl. Byggðarráð ræddi efni tillögunnar og hvernig hún snýr að stöðu þessara mála innan Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti eftirfarandi ályktun:

„Byggðarráð lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Aukin umræða um kynferðisofbeldi og áreiti er mikilvæg. Miklu máli skiptir að fyrirbyggja að slíkt eigi sér stað á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélagsins. Það verður seint nægjanlega áréttað að almenn kurteisi og eðlilegir samskiptahættir séu ráðandi í samskiptum fólks á vinnustöðum og á öðrum vettvangi sem fellur undir starfsemi sveitarfélaga. Byggðarráð leggur til að unnin verði stefna og viðbragðsáætlun fyrir stofnanir sveitarfélagsins vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni samhliða því að starfsmannastefna frá 2011 verði endurskoðuð.


Share: