Innheimta – spörum pappírinn!

desember 18, 2014
Breyting á innheimtu
skóla- skólasels- tómstundaskóla og mötuneytisgjalda
Eftir áramót mun Borgarbyggð hætta að senda út reikninga á pappír vegna skóla- og mötuneytisgjalda.
Hægt er að skoða alla reikninga í ÍBÚAGÁTTINNI á heimasíðu Borgarbyggðar en það er þjónustusíða sem veitir viðskiptavinum sveitarfélagsins aðgang að viðskiptareikningum sínum.
Hægt er að sjá yfirlit yfir viðskipti sem viðkomandi á við sveitarfélagið s.s. fasteignagjöld, leikskólagjöld, fæðisgjöld, byggingarleyfisgjöld, leyfisgjöld vegna gæludýra og fleira.
Þar er hægt er að prenta út reikninga og hreyfingarlista.
Á sama stað er einnig hægt að fletta upp álagningu fasteignagjalda.
Á forsíðu heimasíðunnar er hnappur (island.is) sem vísar á þessa síðu og þá birtist opinber aðgangssíða frá Island.is. Til að fá aðgang þarf annað hvort að nota rafræn skilríki eða Íslykil sem hægt er að panta skv. leiðbeiningum á síðunni.
Þegar innskráningu er lokið birtist viðskiptasíða viðskiptamannsins hjá Borgarbyggð.
Þeir sem kjósa að fá reikninga áfram í bréfpósti eru beðnir að hafa samband við innheimtufulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða á netfangið disa@borgarbyggd.is
 
 

Share: