Búnaðarbankamót í fótbolta fer fram í Borgarnesi helgina 28.-30. júní næstkomandi. Knattspyrnudeild Umf.Skallagríms hefur veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd mótsins og er þetta í áttunda sinn sem mótið er haldið. Þátttökurétt á mótinu hafa íþróttafélög sveitarfélaga með færri en 2.000 íbúa.
Í ár eru yfir 800 þátttakendur á aldrinum 5 til 14 ára skráðir til leiks en keppt verður í 4., 5., 6. og 7. flokki karla og í 3. flokki kvenna. Margir foreldrar fylgja börnum sínum á mótið og jafnvel ömmur og afar. Þannig má gera ráð fyrir að allt að 2.500 manns verði í Borgarnesi í tengslum við mótið um helgina.
Búnaðarbankinn í Borgarnesi er styrktaraðili mótsins.
Nánari upplýsingar er að finna á www.skallagrimur.is.