Mánudagskvöldið 6 mars. n.k. kl. 20.00 verður haldinn íbúafundur á Hótel Borgarnesi þar sem kynntar verða hugmyndir að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Borgarness.
Á fundinum mun Richard Briem arkitekt kynna hugmyndir að deiliskipulagi sem arkitektastofan VA-arkitektar hefur unnið varðandi áðurnefnt svæði. Svæðið nær yfir Digranesgötu, Brúartorg, hluta Kjartansgötu, hluta Kveldúlfsgötu og frá Borgarbraut 50 að Borgarbraut 72.
Allir velkomnir