Íbúafundur um merkingar gamalla húsa og eyðibýla

september 2, 2008
Menningarnefnd og Umhverfis- og landbúnaðarnefnd boða til íbúafundar mánudaginn 8. september um merkingar gamalla húsa og eyðibýla. Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar kl. 20:30. Kynnt verður verkefni sem unnið er að á vegum Borgarbyggðar sem miðar að því að merkja hús sem eru eldri en frá 1950 með nafni og ártali og þær eyðijarðir sem eru enn ómerktar. Hvorugt verður þó gert nema með samþykki eigenda.
Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Share: