Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar boðar til íbúafundar þar sem málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Kynnt verður aðkoma sveitarfélagsins að þessum málaflokki.
Hér gefst tækifæri til að ræða refa- og minkamálin, sorphirðuna og smalanir, svo fátt eitt sé nefnt.
Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, þann 28. mars og hefst kl. 20:30.