Íbúafundur um göngustíga í Borgarnesi

ágúst 29, 2013
Borgarbyggð boðar til íbúafundar í Landnámsetrinu laugardaginn 31. ágúst kl. 10.30. Fundarefnið eru göngustígar í Borgarnesi, m.a. fyrirhugaður stígur frá Kjartansvelli að íþróttamiðstöðinni. Allir íbúar eru velkomnir á fundinn en íbúar við Kjartansgötu og Þorsteinsgötu eru sérstaklega hvattir til að mæta.
 
 

Share: