Íbúafundur í Lyngbrekku á Mýrum um aðalskipulagstillögu Borgarbyggðar

nóvember 25, 2008
Haldinn verður íbúafundur í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum annað kvöld, 26. nóvember, kl. 20:30. Þar verða kynnt drög að aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins, en sérstaklega farið í kynningu á skipulagi íbúðahverfis í nágrenni félagsheimilisins. Þetta er þriðji fundurinn af fjórum sem haldnir verða. Sjá umfjöllun um fundina í eldri frétt frá 7. nóvember.

Aðalskipulagstillöguna má nálgast hér á heimasíðunni.

 

Share: