Þriðjudagskvöldið 11 apríl. n.k. kl. 21.00 verður haldinn íbúafundur í Lyngbrekku þar sem rætt verður um slökkvistarf vegna sinueldanna sem brunnu á Mýrum 30. mars til 2. apríl s.l.
Á fundinum munu fulltrúar frá slökkviliði Borgarbyggðar, slökkviliði Borgarfjarðardala og lögreglunni fara yfir aðkomu þessara aðila að slökkvi- og björgunarstörfum. Tilgangur fundarins er því fyrst og fremst að fara yfir málin og draga lærdóm af þeirri dýrkeyptu reynslu sem slökkvilið, lögregla og ekki síst íbúar hlutu.
Allir velkomnir.
Bæjarstjórn Borgarbyggðar og Sýslumaðurinn í Borgarnesi