þjónusta í þína þágu
Borgarbyggð stendur fyrir íbúafundum á næstu dögum þar sem íbúum gefst kostur á að ræða um og fá upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins.
Á þessum fundum munu bæjarstjóri, bæjarritari, félagsmálastjóri, bæjarverkfræðingur, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og þjónustufulltrúi dreifbýlis sitja fyrir svörum og veita uppplýsingar um þjónustuna.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Mánudaginn 25.10. kl. 20,3o í Þinghamri Varmalandi
Þriðjudaginn 26.10.kl. 20,3o í Hreðavatnsskála
Miðvikudaginn27.10. kl. 20,3o á Hótel Borgarnesi
Miðvikudaginn 03.11. kl. 20,3o í Lyngbrekku.
Íbúar eru hvattir til að mæta á fundina.