
Borgarbyggð boðar til íbúafunda þar sem unnið verður að mótun nýrrar þjónustustefnu sveitarfélagsins.
Á fundunum gefst íbúum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og áherslum um framtíðarþjónustu sveitarfélagsins.
Fundirnir eru haldnir dagana 20. og 21. október, kl.20:00 í Lindartungu og í sal Landbúnaðarháskóla Íslands, á Hvanneyri.
Vð hvetjum alla til að mæta og taka þátt í góðu samtali um þjónustustefnu Borgarbyggðar.
20. október- 20:00 Íbúafundur í Lindartungu
21. október- 20:00 Íbúafundur í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands