Hvítárbrúin 90 ára

október 30, 2018
Featured image for “Hvítárbrúin 90 ára”

Opnun sögusýningar í Safnahúsi
1. nóvember kl. 19.30
Fimmtudaginn 1. nóv. verða liðin 90 ár frá vígslu Hvítárbrúarinnar við Ferjukot. Þann dag opnum við yfirgripsmikla sýningu um brúna og er verkefnið helgað minningu Þorkels Fjeldsted í Ferjukoti. Sýningarstjóri er Helgi Bjarnason og hönnuður Heiður Hörn Hjartardóttir.

Við opnunina verður boðið upp á kaffihressingu. Verið hjartanlega velkomin.
433 7200 – safnahus@safnahus.is Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
Sýningin er í Hallsteinssal. Hún er einn dagskrárliða á Menningararfsári Evrópu í samvinnu við Minjastofnun Íslands. Hún verður opnuð 1. nóv. kl. 19.30 með samkomu á neðri hæð Safnahúss og stendur til 12. mars 2019. Opnunartímar: kl. 13.00 – 18.00 virka daga eða eftir samkomulagi. Ókeypis aðgangur.

Ef breytingar verða á auglýstum opnunardegi vegna veðurs verður það tilkynnt á www.safnahus.is


Share: