Snorrastofa |
Erindi Ingunnar er það fyrsta í röðinni ,,fyrirlestrar í héraði“ sem er árlegt framtak Snorrastofu.
Ingunn (f. 1952) lauk BA pófi í ensku og almennum bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1981 og praktísku leikstjórnarnámi við Borgarleikhúsið í Köln árið 1985. Árið 2005 lauk hún síðan MA prófi í norrænum fræðum frá þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Ingunn starfaði lengi sem leikstjóri, bæði hjá atvinnuleikhúsum og áhugaleikhúsum. Hún hefur einnig unnið sem bókmenntafræðingur og þýðandi og m.a. þýtt mörg fræðirit um trúarbrögð og trúarbragðasögu, auk fjölda skáldsagna og leikrita. Ingunn stundar nú sjálfstæðar rannsóknir í norrænni goðafræði og er þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni um heiðinn sið á Norðurlöndum. Auk þess kennir hún stundakennslu í norrænum goðsögum við Háskóla Íslands.
Aðgangseyrir er 500 kr., en kaffiveitingar í hléi eru innifaldar. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður hann fluttur í Bókhlöðusal Snorrastofu.