Í framhaldi af norræna skjaldeginum er nú búið að stilla upp gömlum ljósmyndum í Héraðsskjalasafninu í Safnahúsi Borgarfjarðar. Upplýsingar vantar um hverjir eru á myndunum og er fólk beðið að koma við í Safnahúsi og skoða hvort þarna er einhver sem það þekkir.
Meðfylgjandi ljósmynd tók Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður af myndaborðinu í morgun.