Hvanneyri – nýtt deiliskipulag, lýsing

ágúst 24, 2016
Featured image for “Hvanneyri – nýtt deiliskipulag, lýsing”

Sveitarstjórn samþykkir að láta auglýsa lýsingu á deiliskipulagi fyrir frístundabúskap á Hvanneyri ef fyrir liggur samþykki landeiganda. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 8. ágúst 2016 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á lóðum og byggingareitum fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota, beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Tillagan verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið deiliskipulags er að skilgreina lóðir og byggingareiti fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota, beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Ein bygging má vera allt að 2000 m2  að grunnfleti og samanstendur af hesthúsi og reiðhöll. Á einni lóð er leyfilegt byggja allt að 480 m² við núverandi hesthús en aðrar byggingar mega vera allt að 225 m² að grunnfleti. Á svæðinu má stunda hestatamningar í atvinnuskyni.

Lýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 24. ágúst 2016 til 7. september 2016 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 7. september 2016 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

Hvanneyri d493-Lýsing 4


Share: