Hvanneyrarhátíð er haldin nú í fimmta skipti í núverandi mynd og er utanumhald í höndum íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis. Fyrir Landbúnaðarháskólann er 2019 merkisár í sögu hans en á sumardaginn fyrsta s.l. var þess minnst að 80 ár eru frá því að kennsla hófst í garðyrkju á Reykjum og 130 ár frá því að búnaðarfræðsla hófst á Hvanneyri. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LbhÍ mun setja hátíðina kl 13.30 á tröppum kirkjunnar á Hvanneyri og í tilefni af afmælinu er Ásgarður opinn gestum og gangandi ásamt ýmsum viðburðum yfir daginn á gömlu torfunni.
Velkomin á Hvanneyrarhátíð.