Hvað á Mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi að heita?

nóvember 12, 2010
Sveitarfélagið Borgarbyggð kallar eftir tillögum frá íbúum um nýtt nafn á Mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi. Frestur til að skila inn tillögum rennur út miðvikudaginn 17. nóvember 2010. Tillögum ásamt skýringum á nafngiftinni ef svo ber undir skal skila undir dulnefni í ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Í umslaginu með tillögunni skal vera annað lokað umslag með réttu nafni þátttakanda, heimilisfangi og netfangi/símanúmeri.
Stjórn Borgarfjarðarstofu mun síðan velja nafn út innsendum tillögum og verður niðurstaðan kynnt á hátíðinni „Menntun og skemmtun“ sem fer fram í Mennta- og menningarhúsinu laugardaginn 20. nóvember n.k. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir tillöguna sem fyrir valin verður.
 
 

Share: