Hvað eru margar jólaljósaperur á jólatrénu?

desember 13, 2021
Featured image for “Hvað eru margar jólaljósaperur á jólatrénu?”

Jólatréð í Borgarbyggð hefur í ár vakið verðskuldað athygli fyrir glæsileika og litardýrð. Á hverju ári er lögð mikil vinna í að finna rétt tré og koma því fyrir í Skallagrímsgarði áður en hafist er handa við að skreyta það.

Oft hafa sprottið upp umræður og vangaveltur um það hversu margar jólaljósaperur prýða jólatréð og vill sveitarfélagið því efna til getraunar. Íbúar og gestir geta sent inn sína ágiskun og sá aðili sem giskar á rétta svarið fær veglegan vinning. 

Getur þú giskað á rétta svarið?

SENDA ÁGISKUN

Getrauninni lýkur þann 19. desember næstkomandi.


Share: