Ásdís Haraldsdóttur þjóðfræðingur ætlar að halda fyrirlestur þann 20. Október 2022 kl. 17.00 í Safnahúsinu sem ber yfirheitið Hvað er svona merkilegt við að fara í leitir? Í fyrirlestrinum leitar Ásdís svara við því hvað dregur fólk í leit og hvort munur sé á milli kynslóða hvað varðar áhuga á að fara í fjárleitir?
Í meistara ritgerð Ásdísar í þjóðfræði frá Háskóla Íslands um upplifun leitarmanna á Álfthreppingaafrétt, velti hún meðal annars fyrir sér hvað dregur fólk í leitir. Þrátt fyrir að leitarmenn hefðu mismunandi ástæður fyrir að fara í leitir og aldurbilið mikið á milli þeirra sem hún ræddi við í tengslum við rannsókn sína voru sameiginlegir þræðir hvað varðar vilja fólks til að komast í fjárleitir og hjá sumum var áhuginn svo mikill að tala mætti um leitarþrá. Í fyrirlestrinum á fimmtudaginn segir Ásdís frá því sem viðmælendur hennar höfðu að segja um þessi mál og veltir upp hvort mikill munur sé á milli kynslóða hvað varðar áhuga á að fara í leitir? hvernig er staðan í núna? Þjást fermingarbörn nútímans af leitarþrá og geta ekki beið eftir að komast í leit fermingarárið, eins og eldri viðmælendur lýstu? Eftir erindi Ásdísar er tími fyrir spjall og spurningar gesta um það sem viðkemur leitum og fjárragi. Fyrirlesturinn er í tengslum við ljósmyndasýninguna Réttir sem nú prýðir veggi Safnahússins. Á Henni gefur að líta svipmyndir úr réttum og smalamennskum úr héraði bæði fyrr og nú.