Húsnæðisbætur 2017

desember 5, 2016
Featured image for “Húsnæðisbætur 2017”

Um næstu áramót hætta sveitarfélög að greiða húsaleigubætur. Í stað þeirra koma húsnæðisbætur sem verða greiddar af ríkinu – Vinnumálastofnun. Þegar hefur verið opnuð heimasíða: www.husbot.is þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og er búið að opna fyrir umsóknir. Ennfremur er þar að finna eyðublöð til útfyllingar fyrir þá sem ekki er hafa tök á því að sækja um rafrænt. Einnig má nálgast eyðublöðin í ráðhúsinu.

Sérstakar húsaleigubætur og stuðningur vegna leigu 15-17 ára leigjenda á heimavistum og námsgörðum verður áfram hjá sveitarfélaginu.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Borgarbyggðar s: 4337100.


Share: