Húsmæðraskólahúsið skoðað

febrúar 9, 2007
Árið 2006 var skipaður vinnuhópur af byggðaráði Borgarbyggðar, til þess að gera tillögur um framtíðarskipan skólahverfa í Borgarbyggð og meta þörf fyrir frekari uppbyggingu skólamannvirkja í sveitarfélaginu.
 
Í vinnuhópnum voru Finnbogi Leifsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Karvel Karvelsson, auk Ásthildar Magnúsdóttur fræðslustjóra sem starfaði með hópnum.
Meðfylgjandi mynd var tekin miðvikudaginn 7. febrúar sl. þegar starfsmenn Borgarbyggðar skoðuðu aðstæður í gamla Húsmæðraskólanum, en ýmsar hugmyndir eru uppi, varðandi það hvernig aðlaga megi Húsó, að skólastarfi á Varmalandi.
Á myndinni eru Finnbogi Rögnvaldsson formaður byggðaráðs, Sigurður Páll Harðarson forstöðumaður framkvæmdasviðs, Ásgeir Rafnsson umsjónarmaður fasteigna, Þórunn María Óðinsdóttir skólastjóri á Varmalandi, og Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri. Myndina tók Jökull Helgason verkefnisstjóri framkvæmdasviðs.

Share: