
Í vinnuhópnum voru Finnbogi Leifsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Karvel Karvelsson, auk Ásthildar Magnús dóttur fræðslustjóra sem starfaði með hópnum.
Meðfylgjandi mynd var tekin miðvikudaginn 7. febrúar sl. þegar starfsmenn Borgarbyggðar skoðuðu aðstæður í gamla Húsmæðraskólanum, en ýmsar hugmyndir eru uppi, varðandi það hvernig aðlaga megi Húsó, að skólastarfi á Varmalandi.
Á myndinni eru Finnbogi Rögnvaldsson formaður byggðaráðs, Sigurður Páll Harðarson forstöðumaður framkvæmdasviðs, Ásgeir Rafnsson umsjónarmaður fasteigna, Þórunn María Óðinsdóttir skólastjóri á Varmalandi, og Ásthildur Magnús dóttir fræðslustjóri. Myndina tók Jökull Helgason verkefnisstjóri framkvæmdasviðs.