Stjórn Húsaverndunarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2005.
Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Borgarbyggð sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningasögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss eða mannvirkis og í samræmi við sjónarmið minjavörslu.
Umsóknum um styrki úr sjóðnum skulu fylgja greinargóðar verklýsingar og teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Veittir eru styrkir til verkefna sem er að minnsta kosti lokið að tveimur þriðju hluta.
Umsóknir berist forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, í síðasta lagi 15. september 2005.