Endurnýja þarf húsaleigubætur um áramót sbr. lög nr. 138/1997. Því þurfa allir íbúar Borgarbyggðar sem húsaleigubóta njóta að endurnýja umsókn sína um bætur. Rafrænt form umsóknareyðublaðs er að finna á vef Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is, undir umsóknareyðublöð. Umsókn þarf að hafa borist í síðastalagi 16. janúar til þess að bætur fyrir janúar falli ekki niður.
Til að umsóknarferlið gangi vel og örugglega fyrir sig þá er best að sækja um rafrænt og senda fylgigögn (skattskýrslu þeirra sem í íbúðinni búa og afrit síðustu launaseðla ef við á) á netfangið disa@borgarbyggd.is . Eins er hægt að fylla út umsókn á skrifstofu Borgarbyggðar á eyðublaði sem þar fæst og skila þangað inn gögnum.