Hundaskítur víða um bæinn

september 26, 2012
Nokkuð er um að hundaeigendur í Borgarnesi hirði ekki upp skítinn eftir hunda sína, öðrum gangandi vegfarendum til mikils ama. Hér með eru þeir hundaeigendur minntir á að hafa poka meðferðis til að taka upp skítinn jafnharðan. Á undanförnum árum hefur stauratunnum verið fjölgað mikið í Borgarnesi sem ætti að auðvelda hundaeigendum að losa sig við pokana á göngu sinni um bæinn.
Einnig er minnt að að það er skylda að skrá alla hunda hjá sveitarfélaginu og hafa þá í bandi innan þéttbýlismarka. Samkvæmt samþykkt má einnig handsama hunda þeirra eigenda sem ekki hirða upp eftir þá verði þeir uppvísir að slíku.
 
Íbúar eru hvattir til að standa saman í því að halda umhverfinu sem þrifalegustu.
 

Share: