![Featured image for “Hugmyndir af fjölskylduvænum samverustundum í vetrarfríi – vilt þú vera með?”](https://dev.borgarbyggd.is/wp-content/uploads/2023/09/1675420822_1585582511_72434423_2841887399178822_7680436161394769920_o.jpg)
Borgarbyggð er að taka saman hugmyndir að fjölskylduvænum samverustundum í vetrarfríi grunnskóla sem verður dagana 27. og 28. febrúar nk.
Óskað er eftir sjálfsprottnum viðburðum sem verða auglýstir í viðburðardagatali sveitarfélagsins á net- og prentmiðlum. Um er að ræða skemmtilegt samfélagslegt verkefni sem fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta tekið þátt í.
Til að vera með þarf einungis að senda eftirfarandi upplýsingar á mannlif@borgarbyggd.is fyrir 10. febrúar nk.
- Titill á viðburðinum.
- Hvort að viðburðurinn fari fram báða dagana eða þá annan hvorn.
- Tímasetning.
- Staðsetning.
- Afslættir eða annað sem þarf að fylgja með textanum.
- Tengiliður.