Handverkshópurinn Bolli stendur fyrir ráðstefnu um handverk í Leifsbúð í Búðardal laugardaginn 13. apríl kl. 11.30.
Gestir ráðstefnunnar verða m.a. Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, Jóhanna Pálmadóttir frá Textílsetri Íslands á Blönduósi, Ása Ólafsdóttir veflistakona í Lækjarkoti, Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands, Ríta Freyja Bach handverkskona í Grenigerði og listakonrunar Lára Gunnarsdóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir úr Stykkishólmi.
Ráðstefnan er öllum opin og ekkert kostar inn en þátttakendur geta keypt sér súpu og brauð í hádeginu. Sjá nánar hér.